Fréttir og tilkynningar

Velkomin á heimasíðu verkefnisins Hjartans mál. Platan okkar er komin út! Við ætlum að leyfa henni að læðast hægt og rólega inn á lagalista íslenskra fjölskyldna og allra þeirra sem vilja hlusta á íslenska tónlist sem hefur róandi og nærandi áhrif! Þar sem jólaösin nálgast ætlum við að mæta aftur til leiks eftir áramótin og gefa frá okkur Hjartans mál - Syngdu með! Þar verður öll platan aðgengileg án söngs svo fólk geti sungið lögin heima! Leikskrá verksins er aðgengileg hér á síðunni og við hvetjum ykkur til að skoða! Þessi leikskrá varð til í kringum sýninguna okkar sl. vor. Vissulega vantar eitt og annað þarna inn sbr. Að Halldór Gunnar kom mun meira að plötunni í sumar og haust. Þá eiga Skafti og Unnur nú tvö börn! En þarna má finna alla texta plötunnar og einnig QR-kóða fyrir ykkur sem viljið senda okkur ykkar álit á lögunum. Við ætlum svo að reyna að birta reglulega ykkar skoðanir hér á síðunni 🙂 Í leikskránni eru líka skemmtileg viðtöl við flytjendu, upplýsingar um höfund og verkið! Og svo auðvitað myndir af flytjendum og fylgisfiskum!

Leikskráin er til sölu og hægt að fá í prentuðu eintaki. Þetta er þá í raun staðgengill gamla geisladisksins að því leyti að þarna eru textar laga og myndir af flytjendum :) Stykkið kostar 2500 kr án sendingarkostnaðar. Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið hofisamuels@gmail.com.

Hér á heimasíðunni má finna helstu upplýsingar um verkefnið, flytjendur og höfund. Myndir og myndbönd af upptökum og æfingaferli má finna inni á instagramsíðu verkefnisins.
https://www.instagram.com/hjartansmal

Myndbönd frá tónleikum og verða settar inn á facebooksíðu verkefnisins .
www.facebook.com/hjartansmal23

Frekari upplýsingar um höfund og áður útgefin lög má finna hér:
https://www.facebook.com/hofisamuelsmusic

Síðastliðið vor birtist efnismikið viðtal við Hófí í Dagskránni. Það má lesa hér:
https://www.dfs.is/2023/04/28/ast-og-vaentumthykja-einkenna-hjartans-mal/

Magnús Hlynur hitti okkur fyrir tónleikana Hjartans mál sl. Vor. Það má sjá hér.
https://www.visir.is/g/20232405660d/tonlist-fyrir-ovaer-born-a-nyrri-plotu

Suðurlandsmiðlarnir Sunnlenska og Dagskráin hafa sannarlega sýnt verkefninu áhuga.

Í útgáfuvikunni var innihaldsríkt viðtal við Hófí um Hjartans mál. Það má lesa hér:
https://www.sunnlenska.is/menning/komid-ad-mer-ad-gefa-til-baka/?fbclid=IwAR1M5tZSDctESiuaKRLyY6z4eIMRJrouKfnsGgcYIG5GZcCblYY7VdyO0Js

Dagskráin skartaði forsíðu með glæsilegri fréttatilkynningu ásamt QR-kóða beint inn á Spotify! Hér má sjá fréttatilkynningu DFS á rafræna forminu:
https://www.dfs.is/2023/11/01/hjartans-mal-i-allra-eyru/?fbclid=IwAR0H3SH2g9oCgQvvirpntevpKpMzdS-IcDOaBnvTwZyKYKd0r_EqBXWRojc